Everton tók á móti Fulham á Goodison Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn endaði rétt í þessu.
Eftir rólegan og markalausan fyrri hálfleik kom Josh Maja gestunum yfir á 48. mínútu, hann var svo aftur á ferðinni á 65. mínútu og búinn að koma Fulham á tveggja marka forystu, ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-0 Fulham í hag.
Bæði lið halda sínu sæti í deildinni en með sigri hefði Everton getað komið sér upp í fimmta sæti deildarinnar, Fulham situr í 18 sæti deildarinnar 7 stigum frá öruggu sæti.