Brotist var inn á heimili Carlo Ancelotti þjálfara Everton en frá þessu greinir Liverpool Echo.
Ancelotti sem að býr í Blundellsands úthverfi Liverpool er ekki talinn hafa verið heima á meðan að innbrotið átti sér stað, þjófarnir flúðu af vettvangi þegar að þeir urðu varir við dóttur Ancelotti sem að var heima og var lögregla kölluð út á heimili hans og mætt á skömmu seinna en atvikið er talið að hafa átt sér stað um kl. 18.30 á föstudagskvöld.
Orðrómar gengu að Ancelotti hafi verið haldið í gíslingu á meðan að innbrotinu stóð og að miklum verðmætum hafi verið stolið en lögreglan hefur neitað þeim sögusögnum.
Enn er leitað þjófanna en þeir eru eftirlýstir og sagðir hafa verið klæddi svörtum andlitsgrímum og svörtum fatnaði.