Stephan El Shaarawy leikmaður Roma á Ítalíu lenti í því leiðinlega atviki að þjófur reyndi að ræna bíl hans á götum Rómar en frá þessu greinir Sky Sports Italia.
El Shaarawy kom að þjófnum brjóta framrúðu á bíl hans og hljóp Shaarawy á eftir þjófnum og tæklaði hann fyrir framann almúga Rómarborgar og hélt honum niðri þar til að lögregla mætti á svæðið og handtók þjófinn.
Leikmaðurinn sem sneri aftur til Roma frá SH Shenhua í Kína í janúar hefði mögulega getað óskað sér betri heimkomu til höfuðborgarinnar.