Jóhann Berg og félagar unnu góðann sigur gegn Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag og var lið Crystal Palace ekki sannfærandi í leiknum og sumir minna en aðrir en Michy Batshuayi framherji Palace átti virkilega slappan leik.
Harry Redknapp sérfræðingur hjá Sky Sport sagðist ekki hafa vitað af leikmanninum á vellinum og grínaði með að Roy Hodgson þjálfari Crystal Palace hafi kallað „Hitaðu upp þú ert að koma af velli“ til Batshuayi sem að virtist ekki vera á mikilli hreyfingu í leiknum.
Crystal Palace situr í 13. sæti deildarinnar svo að liðið þarf nú ekki að hafa miklar áhyggjur af þessum eina leik en frammistaða liðsins var svo sannarlega ekki í úrvalsdeildar klassa.
🗣 "I didn't even know he was on, Roy shouted get warmed up you're coming off." 🤣
Harry Redknapp's review of Michy Batshuayi's performance for Crystal Palace pic.twitter.com/PZyUPlZlLj
— Football Daily (@footballdaily) February 13, 2021