Leicester og Liverpool mættust á King Power Stadium í dag en leiknum lauk rétt í þessu.
Fyrri hálfleikur var í rólegri kantinum, bæði lið sóttu stíft en án margra færa.Mo Salah kom svo Liverpool yfir á 67. mínútu eftir frábæra sendingu frá Firmino sem Salah kláraði vel.
Thiago Alcantara gerðist svo brotlegur á 79. mínútu og fékk Leicester aukaspyrnu á stórhættulegum stað og gerði James Maddison sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni. Staðan orðin 1-1. Ekki var fjörið búið fyrir heimamenn en Jamie Vardy kom Leicester yfir á 81. mínútu og fylgdi svo Harvey Barnes fast á eftir með marki á 85. mínútu.
Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 3-1 fyrir Leicester sem stekkur upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum, Liverpool situr enn í því fjórða en gæti fallið niður í það sjötta vinni Chelsea og West Ham sína leiki.