Manchester City og Tottenham mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk rétt í þessu.
Rodri kom Manchester City yfir með marki af vítapunktinum á 23. mínútu og urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik, sjóðandi heitur İlkay Gündoğan hélt markaskoruninni áfram þegar að hann kom City í 2-0 á 50. mínútu.
Pep Guardiola hafði talað um að Ederson væri besta vítaskytta liðsins en engu að síður fékk Rodri að taka víti City en Ederson lét það ekki duga að hafa misst tækifærið af punktinum og gerði sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark City úr er hann sendi boltann úr eigin teig í gegnum vörn Tottenham þar sem İlkay Gündoğan var mættur og kláraði vel.
Ekki urðu mörkin fleiri en Manchester City situr á toppi deildarinnar og bætti við öðrum fingri á titilinn en ekki er líklegt að eitthvað lið nái að halda í við Manchester City.
Hægt er að sjá stoðsendingu Ederson og mark İlkay Gündoğan hér fyrir neðan.
Gundogan making Davinson Sanchez look absolutely silly pic.twitter.com/Eb2gcAi7vX
— Back Again With Troopz Podcast (@backagain) February 13, 2021