Burnley vann góðann sigur gegn Crystal Palace í London í dag en leikurinn kláraðist rétt í þessu.
Það var enginn annar en Jóhann Berg Guðmundsson sem að braut ísinn með mögnuðu marki á 5. mínútu til þess að koma Burnley yfir, Jay Rodriguez tvöfaldaði svo forystu Burnley með marki á 10. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik.
Matthew Lowton bætti svo við því þriðja á 47. mínútu og staðan orðin 3-0 en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-0 Burnley í hag sem að hoppar úr 17. sæti upp í það 15. í deildinni.
Markið hans Jóhanns er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Jói Berg kemur Burnley yfir á móti C. Palace!
Tvö mörk í tveimur síðustu leikjum hjá @Gudmundsson7
Okkar maður! pic.twitter.com/WuDRrByZnn
— Síminn (@siminn) February 13, 2021