Leikmaður Palmeiras gerði sig sekan um hryllilegt vítaklúður þegar að liðið mætti Al Ahly í bronsleik heimsmeistarakeppni félagsliða, en klúðrið kostaði einnig liðinu bronsið en Al Ahly vann leikinn 3-2 í vítaspyrnukeppni.
Ekki nóg með það að vítið hafi verið afar slappt var tilhlaupið það allra versta en það var einhverskonar blanda af tilhlaupi Neymar og Bruno Fernandes þar sem að hann sprettir að boltanum og hægir svo á sér áður en að hann stekkur með miklum tilþrifum á boltann.
Sjón er sögu ríkari en hægt er að sjá vítið hryllilega hér fyrir neðan.
Imagine missing after a run-up like this 😫 pic.twitter.com/8pGnb3P9ho
— ESPN FC (@ESPNFC) February 11, 2021