Lionel Messi bætti met marka skoruð fyrir eitt félagslið seint á árinu 2020, en skórnir sem að hann gerði mark númer 644 í verða til sölu á uppboði til styrktar börnum með krabbamein.
Messi hefur verið einn besti leikmaður heims ef ekki sá besti síðastliðinn áratug. Hann hefur verið hreint magnaður fyrir Barcelona og kemur ekki á óvart að hann hafi slegið metið í treyju Barcelona.
Skórnir verða vonandi seldir á væna summu svo hægt sé að hjálpa sem flestum börnum en Messi segir að það skipti meira máli að getað hjálpað öðrum með heilsu sína en að slá metið, en skórnir fara á uppboð seinna á árinu.
"Reaching this historic milestone of 644 goals with the same club gives me a lot of joy, but what is really more important is being able to give something back to the kids struggling with their health." pic.twitter.com/YkTDXj0ej9
— adidas Football (@adidasfootball) February 12, 2021