Marcus Rashford leikmaður Manchester United telur að það sé til auðveld leið til þess að útrýma rasisma á netinu en margir leikmenn hafa orðið fyrir rasisma á netinu upp á síðkastið.
Rashford sem hefur verið frábær innan sem utan vallar á síðasta árið telur að samfélagsmiðlar þurfi að vinna með gegn vandamálinu.
„Þessi fyrirtæki hafa kraftinn til þess að útrýma þessu og það ætti að vera tiltölulega auðvelt það á einfaldlega að eyða aðgangi þeirra sem að skrifa eitthvað niðrandi á samfélagsmiðlum, vandamálið myndi líklegast hverfa með þessu“ segir Rashford.
Leikmenn á borð við Rashford, Wilfred Zaha, Axel Tuanzebe hafa orðið fyrir grófum rasisma á netinu á þessu tímabili en mikil herferð hefur verið í gangi að útrýma rasisma frá leiknum sem við elskum öll.
🗣"It should be easy to stop you just deactivate the accounts"
Marcus Rashford on what the solution should be to stop online abuse on social media @MarcusRashford pic.twitter.com/Gc2nTZSkTx
— Football Daily (@footballdaily) February 12, 2021