Bandaríski landsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson mun ganga til liðs við Lech Poznan á næstu tímunum ef að allt gengur eftir í læknisskoðun leikmannsins, þetta tilkynnir Lech Poznan á Twitter síðu sinni.
Aron mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á því að framlengja um 18 mánuði en hann hefur verið samningslaus síðan í byrjun Janúar en kappinn lék síðast hjá Hammarby í Svíþjóð.
.@aronjo20 rozpoczął testy medyczne. Jeśli wszystko pójdzie zgodnie z planem, to napastnik podpisze z Kolejorzem roczny kontrakt z opcją przedłużenia o kolejne 18 miesięcy 🔵⚪️ pic.twitter.com/lE8AQuApKV
— Lech Poznań (@LechPoznan) February 12, 2021