Zoom fundur stuðningsmanna Chester FC á Englandi fór hressilega úr böndunum í gær þegar nakin kona mætti inn í spjallið.
Tæplega 200 stuðningsmenn Chester voru mættir á Zoom fundinn til að ræða við Anthony Johnson stjóra liðsins.
Johnson ætlaði að ræða við stuðningsmenn félagsins og svara spurningum þeirra en það varð eitthvað minna úr því.
Fundinum var slitið eftir að konan mætti á skjáinn og byrjaði að veifa brjóstunum sínum í myndavélina. 170 karlmenn sátu orðlausir og vissu ekki hvað væri í gangi.
„Það hefur aldrei neitt svona gerst á Zoom fundi hjá mér áður, ótrúlegt,“ sagði Johnson á Twitter eftir atvikið.