Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, vill lítið gefa upp um framtíð Paul Pogba og hvort hann gæti mögulega snúið aftur til Juventus á Ítalíu. Mikið hefur verið rætt um framtíð Pogba hjá Manchester United undanfarna mánuði.
„Paul Pogba til Juventus? Ég get ekki talað um Pogba því þá verður fólk stressað, sefur ekki á nótunni. Ég þarf að vinna hljóðlega, ef ég tala, þá móðgast einhver,“ voru svör Raiola er hann var spurður út í Paul Pogba.
Samningur Paul Pogba við Manchester United rennur út sumarið 2022. Leikmaðurinn hefur verið nokkuð áberandi á miðjunni hjá Manchester United á þessu tímabili, hann hefur leikið 28 leiki, skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar.
Mino Raiola: “Paul Pogba to Juventus? I can’t speak about Pogba because people are nervous, they don’t sleep at night. I have to work quietly… If I speak, someone gets offended”. 🔴 #mufc #juventus
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 11, 2021