David Carmo, varnarmaður portúgalska liðsins Braga, meiddist illa á ökkla í leik Braga og Porto á dögunum. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United og Liverpool en ljóst er að hann verður lengi frá.
Carmo var að reyna að koma í veg fyrir mark er hann kastaði sér fyrir boltann en lenti í samstuði við Luiz Diaz, leikmann Porto. Í fyrstu virtust meiðslin ekki vera alvarleg en fljótlega kölluðu leikmenn á vellinum í flýti á sjúkraliða.
Að endingu þurfti að flytja Carmo á nærliggjandi sjúkrahús. Sjúkrabíll var fenginn inn á völlinn til að flytja leikmanninn á sjúkrahús en þegar keyra átti af stað haggaðist bifreiðin ekki.
Leikmenn Porto og Braga sameinuðust þá í því að ýta vellinum af vellinum og á stað.
Todos juntos por David Carmo 💪 Força, craque 🙏@SCBragaOficial | @FCPorto #sporttvportugal #TaçaDePortugal #SCBraga #Braga #FCPorto #Porto #SCBFCP #davidcarmo pic.twitter.com/eX9QVzTcwD
— SPORT TV (@SPORTTVPortugal) February 10, 2021