fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Þurftu að ýta sjúkrabílum af vellinum eftir að leikmaður meiddist illa – Hefur verið orðaður við Manchester United og Liverpool

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Carmo, varnarmaður portúgalska liðsins Braga, meiddist illa á ökkla í leik Braga og Porto á dögunum. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United og Liverpool en ljóst er að hann verður lengi frá.

Carmo var að reyna að koma í veg fyrir mark er hann kastaði sér fyrir boltann en lenti í samstuði við Luiz Diaz, leikmann Porto. Í fyrstu virtust meiðslin ekki vera alvarleg en fljótlega kölluðu leikmenn á vellinum í flýti á sjúkraliða.

Að endingu þurfti að flytja Carmo á nærliggjandi sjúkrahús. Sjúkrabíll var fenginn inn á völlinn til að flytja leikmanninn á sjúkrahús en þegar keyra átti af stað haggaðist bifreiðin ekki.

Leikmenn Porto og Braga sameinuðust þá í því að ýta vellinum af vellinum og á stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfesta áhuga á Paul Pogba sem er að klára afplánun

Staðfesta áhuga á Paul Pogba sem er að klára afplánun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skítlegt eðli Van Dijk í gær vakti athygli – Bauð hjálpina en hætti svo við

Skítlegt eðli Van Dijk í gær vakti athygli – Bauð hjálpina en hætti svo við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Blindfullur á bílnum og viðurkennir það

Blindfullur á bílnum og viðurkennir það
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil