fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Kallaði Wenger skíthæl til að reyna komast frá Arsenal

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 19:02

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski framherjinn Nicklas Bendtner var í ítarlegu viðtali hjá tímariti FourFourTwo á dögunum. Leikmaðurinn átti góða og slæma tíma hjá Arsenal og greindi frá því að árið 2013 hafi soðið upp úr í samskiptum hans og forráðamanna Arsenal.

Bendtner eyddi yfir áratug hjá Arsenal, spilaði 171 leik, skoraði 47 mörk og gaf 22 stoðsendingar. Hann vildi yfirgefa liðið árið 2013 en Wenger neitaði að láta hann fara.

„Við bárum virðingu fyrir hvor öðrum og áttum góða fundi, við vorum einnig hreinskilnir. Sumarið 2013 vildi ég fara frá Arsenal og Crystal Palace hafði boðið mér góðan samning. Ekkert varð af félagsskiptunum því Arsenal fann ekki leikmann í staðinn fyrir mig,“ segir Bendtner.

Bendtner endaði með því að spila eitt ár í viðbót með félaginu en segist hafa verið það staðráðinn í að reyna komast í burtu sumarið 2013 að hann hafi meðal annars tekið upp á því að uppnefna Wenger og móðga hann til að reyna fá hann til þess að selja sig.

„Wenger hringdi í mig og sagði ‘fyrirgefðu, þú getur ekki farið.’ Fyrir mig var það mikið högg, ég hafði beðið í langan tíma eftir því að fara. Ég kallaði Wenger skíthæl svo hann myndi neyðast til þess að selja mig en það virkaði ekki. Það sýndi mér hans karakter því hann útskýrði það fyrir mér að þetta væri besta niðurstaðan fyrir félagið,“ sagði Nicklas Bendtner, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfesta áhuga á Paul Pogba sem er að klára afplánun

Staðfesta áhuga á Paul Pogba sem er að klára afplánun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skítlegt eðli Van Dijk í gær vakti athygli – Bauð hjálpina en hætti svo við

Skítlegt eðli Van Dijk í gær vakti athygli – Bauð hjálpina en hætti svo við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Blindfullur á bílnum og viðurkennir það

Blindfullur á bílnum og viðurkennir það
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil