Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu á sér þann draum að þjálfa í Bandaríkjunum, ef marka má Dr. Football hlaðvarpsþáttinn.
Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins segir að það sé draumur Heimis að starfa í MLS deildinni. Hann hafi verið á blaði hjá liðum þar í landi í vetur.
„Ég opnaði samtalið við Ameríku eftir að hafa aðeins lokað því, Heimir Hallgrímsson gengur um með Ameríku draum. Hann vill komast frá Katar er maður heyra,“ sagði Hjörvar í þætti sínum í gær. Heimir hefur starfað í Katar í rúm tvö ár þar sem hann stýrir Al-Arabi.
Heimir er með íslenskt þjálfarateymi í Katar. „Hann er með öflugt teymi með sér, hann er með Frey Alexandersson og svo Bjarka.“
Hjörvar segir að Heimir muni hins vegar aldrei fá sömu laun í Bandaríkjunum og í Katar. „Miðað við þau samtöl sem ég átti í gær, hann var á blaði hjá DC United og Toronto. Hann mun aldrei fá eins vel borgað.“