Wolves tók á móti Southampton í 5. umferð enska bikarsins í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Southampton sem er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Leikið var á Molineux, heimavelli Wolves.
Danny Ings kom Southampton yfir með marki á 49. mínútu.
Stuart Armstrong innsiglaði síðan 2-0 sigur Southampton með marki á 90. mínútu eftir stoðsendingu frá Nathan Tella.
Dregið verður í 8-liða úrslit enska bikarsins í kvöld og þá kemur í ljós hverjum Southampton mætir þar.
Wolves 0 – 2 Southampton
0-1 Danny Ings (’49)
0-2 Stuart Armstrong (’90)