Barnsley tók á móti Chelsea í síðasta leik 5. umferðar enska bikarsins í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea sem tryggði sér um leið sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Oakwell, heimavelli Barnsley.
Eina mark leiksins kom á 64. mínútu, það skoraði Tammy Abraham eftir stoðsendingu frá Reece James.
Fyrr í kvöld var dregið í 8-liða úrslit keppninnar. Chelsea fær heimaleik á móti Sheffield United.
Barnsley 0 – 1 Chelsea
0-1 Tammy Abraham (’64)
Enski bikarinn – 8 liða úrslit:
Everton – Manchester City
Bournemouth – Southampton
Leicester – Manchester United
Barnsley/Chelsea – Sheffield United
Leikirnir verða spilaðir helgina 19. – 21. mars.