Edinson Cavani framherji Manchester United hefur fengið tveggja leikja bann með landsliði Úrúgvæ fyrir hrottalega tæklingu.
Atvikið átti sér stað í nóvember þegar Úrúgvæ og Brasilía mættust.
Cavani fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Richarlison leikmanni Everton. Fyrst um sinn ákvað dómarinn að gefa honum gult spjald.
Dómarinn var svo kallaður í VAR-skjáinn og eftir að hafa horft á brot Cavani þá reif hann upp rauða spjaldið á framherjann.
Nú hefur knattspyrnusamband Suður-Ameríku dæmt Cavani í tveggja leikja bann. Úrúgvæ mun vegna þess ekki velja Cavani í landsliðshóp sinn í mars.