Samkvæmt Sky Sports í Þýskalandi eru 90 prósent líkur á því að Borussia Dortmund selji Jadon Sancho frá félaginu í sumar. Þýska félagið hefur eins og mörg önnur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar.
Fjárhagur fótboltafélaga er í tómu tjóni þar sem nánastengir áhorfendur hafa mætt á vellina í tæpt ár.
Sancho var nálægt því að ganga í raðir Manchester United síðasta sumar en 100 milljóna punda verðmiði Dortmund var of hár að mati United. Nú hefur Dortmund lækkað verðið á Sancho um 20 milljónir punda.
Fjallað er um að Dortmund gæti reynt að selja sína bestu og mikilvægustu leikmenn í sumar. Þannig eru líkur á að Manchester City geri allt til þess að fá Erling Haaland í sumar.
Þar segir að Dortmund verði að safna fjármunum vegna veirunnar og gætu Axel Witsel, Manuel Akanji, Mahmoud Dahoud, Giovanni Reyna, Jude Bellingham og Raphael Guerreiro allir verið til sölu í sumar.