Bayern Munchen og mexíkóska liðið Tigres mættust í úrslitaleik Heimsmeistarakeppni félagsliða sem fór fram í Katar þetta árið.
Það var við ramman reip að draga fyrir Tigres en ekkert lið utan Evrópu og Suður-Ameríku hefur unnið keppnina. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Bayern Munchen.
Það var Benjamin Pavard sem skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu og tryggði Bayern Munchen sigur í keppninni.
Bayern Munchen 1 – 0 Tigres
1-0 Benjamin Pavard (’59)