Manchester United ætlar að bíða til loka tímabils til þess að ræða nýjan samning við Ole Gunnar Solskjær stjóra félagsins.
Ensk blöð segja frá en samningur Solskjær rennur út eftir 16 mánuði og var talið að hann yrði framlengdur á þessu tímabili.
Forráðamenn United vilja hins vegar sjá Solskjær halda áfram að berjast við topp deildarinnar og hið minnsta tryggja sæti í Meistaradeild Evrópu, áður en hann fær nýjan samning.
Ef allt gengur að óskum hjá SOlskjær er talið að United bjóði honum nýjan tveggja ára samning, óstöðugleiki liðsins er helsta áhyggjuefni forráðamanna félagsins.
Sú staðreynd að liðið hafi fallið úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar veldur áhyggjum en liðið leikur í 16 liða úrslitum enska bikarsins í kvöld.