Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum Pepsi Max-deildar kvenna keppnistímabilið 2021 og hefst mótið á leik Þórs/KA og ÍBV 4. maí.
Tveir leikir fara fram 4. maí, en ásamt leiknum á Akureyri mætast Valur og Stjarnan á Origo vellinum. Fyrstu umferðinni lýkur svo með þremur leikjum 5. maí.
Nýliðarnir byrja báðir á heimaleikjum. Tindastóll, sem er að leika í fyrsta sinni í efstu deild kvenna, fær Þrótt R. í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Keflavík mætir Selfoss í sínum fyrsta leik á Nettóvellinum.
Fyrsta umferð
Þór/KA – ÍBV
Valur – Stjarnan
Tindastóll – Þróttur R.
Breiðablik – Fylkir
Keflavík – Selfoss
Lokaumferðin
Þór/KA – Keflavík
ÍBV – Fylkir
Breiðablik – Þróttur R.
Tindastóll – Stjarnan
Valur – Selfoss