Vefmiðilinn FourFourTwo, telur að Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og íslenska landsliðsins, sé á meðal 20 bestu leikmanna í kvennaboltanum árið 2020. Vefmiðillinn setur Söru Börk í 16. sæti listans.
Sara átti frábært ár, bæði með þýska liðinu Wolfsburg, franska liðinu Lyon og íslenska landsliðinu. Hún varð þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg, varð Evrópumeistari með Lyon sem vann Meistaradeild Evrópu og var fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sem fer fram í Englandi 2022.
„Sara Björk gerði sig gildandi hjá tveimur stórliðum í Evrópu. Hún skoraði mark í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir Lyon sem bar sigur úr býtum gegn Wolfsburg, gamla liði hennar. Hennar hæfileikar í því að finna opin svæði og hreyfing hennar á miðjunni eru framúrskarandi. Geta hennar í því að hafa stjórn á boltanum í þröngum svæðum er merki um ró hennar. Íþróttamaður ársins 2020 á Íslandi er klassa leikmaður,“ segir í umsögn FourFourTwo um Söru Björk Gunnarsdóttur.