fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Íslenskur landsliðsmaður sagður hafa látið hnefana tala í Danmörku

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 10:16

Mikael Neville

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn, Mikael Neville Anderson var settur út úr leikmannahópi Midtjyl­l­and í Danmörku fyrir að láta hnefana tala á æfingu liðsins.

Ekstrabla­det segir frá þessu en Mikael Neville var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Samkvæmt fréttinni í Danmörku lenti Mikael saman við Sory Kaba framherja liðsins á æfingu í vikunni. Allt sauð upp úr og létu liðsfélagarnir hnefana tala.

Báðir voru reknir heim af æfingu liðsins og ekki valdir í hópinn gegn Randers í gær þar sem liðið vann 2-1 sigur. „Ég ætla ekki að ræða þetta mál neitt sérstaklega, þeir voru ekki í hópnum í kvöld,“ sagði Brian Priske þjálfari Midtjyl­l­and.

„Það sem gerist á æfingasvæðinu er bara leyst þar, þannig hafa hlutirnir alltaf verið hjá okkur.“

Mikael er 22 ára gamall kantmaður en hann á að baki sjö landsleiki fyrir Ísland. Hann neitaði að taka þátt í verkefni U21 árs landsliðsins á síðasta ári og vakti það athygli, hann taldi betra fyrir sig að eyða tímanum hjá Midtjyl­l­and.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu