Heimildir franska vefmiðilsins RMC Sport, herma að franska knattspyrnusambandið hafi hafið rannsókn á myndbandi sem William Saliba, leikmaður Arsenal tók af liðsfélaga sínum í franska u21 árs landsliðinu.
Í myndbandinu, sem var lekið á netið í dag, má sjá liðsfélaga Saliba í franska U21 árs landsliðinu fróa sér. Samkvæmt heimildum RMC Sport, lítur franska knattspyrnusambandið á myndbandið sem mjög skaðlegt fyrir ímynd franskrar knattspyrnu. Myndbandið var tekið fyrir þremur árum síðan.
Saliba er leikmaður Arsenal en er nú á láni hjá franska liðinu Nice. Fyrr í dag áður en myndbandið fór í dreifingu tjáði Saliba sig um Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal og hans ákvörðun að spila sér ekki.
„Arteta sagði að ég væri ekki klár í slaginn, ég hefði viljað fá fleiri tækifæri til að finna mitt besta form en svona er boltinn. Ég hefði viljað sanna mig,“ sagði Saliba.
„Ég beið lengi eftir tækifærinu, ég æfði aukalega til að sanna mig fyrir stjóra Arsenal. Ég er sáttur hjá Nice.“