Mike Dean, dómari í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið það í gegn að dæma ekki í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Dean bað um frí eftir að honum og fjölskyldu hans bárust morhótanir.
Dean og fjölskylda hans fengu morðhótanir sendar eftir mistök hjá honum í tveimur leikjum í síðustu viku. Dean gerði sig sekan um mistök þegar hann rak Jan Bednarek varnarmann Southampton af velli í 9-0 tapi gegn Manchester United.
Nokkrum dögum síðar rak hann Tomas Soucek miðjumann West Ham af velli fyrir litar sem engar sakir og voru bæði rauðu spjöldin felld úr gildi.
Fjölskylda þessa 52 ára gamla dómari hefur þurft að sitja undir hótunum eftir þetta og var það ósk hans að draga sig úr sviðsljósinu um komandi helgi. Nú er ljóst að sú ósk hans gengur eftir.
Dean mun þó dæma bikarleik Leicester og Brighton á morgun en fær svo frí um helgina til að vera með fjölskyldu sinni.