Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United er sagður horfa til þess að kaupa Ibrahima Konate varnarmann RB Leipzig í sumar. Frá þessu segja ensk blöð.
Konate er 21 árs gamall varnarmaður en sagt er að Solskjær leggi mesta áherslu á það að finna miðvörð í sumar.
Konate hefur spilað ellefu landsleiki fyrir Frakkland en hann og Dayot Upamecano hafa myndað öflugt par í hjarta varnarinnar hjá Leipzig.
Upamecano er sagður færast nær því að fara til FC Bayern í sumar og því horfir United til þess að fá Konate.
Ensk blöð segja að United muni þó fá mikla samkeppni um Upamecano en bæði Chelsea og Liverpool hafa fylgst náið með framgöngu hans í vetur.