Manchester United tók á móti West Ham United í 5. umferð enska bikarsins í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United en grípa þurfti til framlengingar til að skera úr um sigurvegara leiksins. Leikið var á Old Trafford.
Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar.
Markið sem beðið var eftir kom í framlengingunni því að á 97. mínútu skoraði Scott McTominay, leikmaður Manchester United eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford.
Þetta reyndist sigurmark leiksins og er Manchester United því komið áfram í næstu umferð enska bikarsins. West Ham er úr leik.
Manchester United 1 – 0 West Ham
1-0 Scott McTominay (’97)