Paul Pogba verður frá í nokkrar vikur eftir að hafa meiðst í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United í samtali við MUTV.
Pogba mun að minnsta kosti missa af leikjum United gegn West Ham í enska bikarnum og báðum leikjum liðsins gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni. Auk leikja í deildinni.
United tekur á móti West Ham í bikarnum á morgun en búist er við að Dean Henderson fái traustið í markinu, pressa er á Solskjær að hvíla David de Gea í næstu leikjum eftir slæm mistök gegn Everton.
Ensk blöð telja að Anthony Martial fái trausti í framlínu félagsins og að Alex Telles komi inn í vörnina.
Hér að neðan er líklegt byrjunarlið United á morgun samkvæmt enskum blöðum.