fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Hafa setið undir ásökunum um gróf kynferðisbrot – „Ég hélt fyrir leggöngin og hann stökk á mig“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn eru svo sannarlega ekki allir öðlingar og komast oft í fréttirnar fyrir neikvæða og siðlausa hluti.

Leikmenn skemma orðspor sitt með slæmri hegðun utan vallar og fá oft stimpil á sig sem fylgir þeim alla tíð.

Einnig er sá fjöldi leikmanna sem hefur verið sakaður um glæpi sem þeir hafa ekki framið, sumir þeirra hafa verið sakaðir um alvarlega kynferðisglæpi en ekki fundist sekir um neitt slíkt. Frægast er málið um Cristiano Ronaldo en hann hefur um langt skeið setið undir ásökunum fyrir að hafa nauðgað stúlku í Las Vegas árið 2009.

Hér að neðan má sjá frægustu knattspyrnumennina sem hafa verið sakaðir um nauðgun en hafa ekki verið dæmdir sem kynferðisafbrotamenn.

Cristiano Ronaldo

Kathryn Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009, atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas. Aldrei hefur tekist að sanna sekt Ronaldo sem hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Þar var Ronaldo í sumarfríi með vinum sínum áður en hann samdi við Real Madrid og varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi. Mayorga segir að #MeeToo herferðin hafi orðið til þess að henni langað að tala. Hún hafi séð margar sögur og tengt við þær.

,,Hann er virkilega frægur og ég var smeyk, hrædd um viðbrögðin. Ég skrifaði undir þetta skjal því ég ætlaði ekki að vera í sviðsljósinu,“ sagði Mayorga. „Lögfræðiteymi Ronaldo reyndi að drepa þetta, ég drakk smá kampavín þetta kvöld. Ég var í aðhaldi.“

Mayorga kveðst hafa farið inn á klósett til að skipta um föt þegar Ronaldo gekk til hennar. Limur hans hafi verið kominn út úr buxunum. ,,Hann grátbað mig í 30 sekúndur að snerta liminn sinn, þegar ég neitaði því. Þá bað hann mig um að totta sig, ég hlóg að honum. Ég hélt að þetta væri grín. Hann sagðist leyfa mér að fara ef ég myndi kyssa hann, ég sagðist kyssa hann en ekki snerta liminn hans. Kossinn gerði hann enn æstari og hann fór að vera mjög ágengur, hann reyndi að snerta mig en ég ýtti honum frá mér og sagði nei.“

Hún segir að vinkona sín hafi komið inn og allt hafi róast, hún hélt að allt væri búið. ,,Hann dróg mig inn í herbergi, ég var ekki hrædd. Ég hélt að honum væri ekki alvara og sagði honum að ekkert myndi gerast. Ég snéri mér frá honum, hann reif í nærbuxurnar mína. Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin mín. Hann stökk á mig.“

Neymar

Najila Trindade, brasilsíska fyrirsætan sem sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 var ákærð fyrir fjárkúgun eftir rannsókn á málinu.. Það var í maí 2019 sem Najila fór til lögreglunnar í Sao Paulo og lagði fram kæru gegn knattspyrnumanninum. Sagði hún að nauðgunin hefði átt sér stað í París.

Dómari vísaði málinu frá í ágúst þetta sama ár vegna þess að ekki þóttu komnar fram fullnægjandi sannanir fyrir því að Neymar hafi gert eitthvað rangt. Najila hefur rætt um kvöldið sem hún sakar Neymar um nauðgun. ,,Ég spurði hann, hvort hann hefði komið með smokk. Hann sagði nei, ég tjáði honum þá að ekkert myndi gerast, það gæti ekki gerst,“ sagði Najila.

,,Hann sagði ekkert, við héldum áfram, hann snéri mér við og framdi glæpinn. Ég bað hann að hætta.“

,,Hann hélt áfram, hann rassskellti mig, beitti mig ofbeldi. Ég snéri mér við, þetta gerðist svo fljótt og hann fór. Þetta gerðist.“

Karim Benzema og Franck Ribery:

Benzema og Ribery voru gómaðir við að stunda kynlíf með Zahia Dehar, sem var þá 16 ára gömul. Ribery viðurkenndi að hafa keypt sér þjónustu Dehar þegar hann fagnaði 26 ára afmæli sínu í Munchen, hún var þá 16 ára gömul. Ribery sagðist ekki hafa vitað að hún væri ekki 18 ára eða eldri og neitaði að hafa borgað fyrir hann. Þeir voru sakaðir um nauðgun en voru sýknaðir.

Maradona/ GettyImages

Diego Maradona

Maradona var árið 2017 sakaður um að hafa nauðgað fréttakonu, atvikið kom upp í Rússlandi árið 2017. Ekaterina Nadolska, fréttakona þar í landi sakaði Maradona um að hafa nauðgað sér á hóteli í Saint-Pétursborg. Nadolska var mætt til að taka viðtal við Maradona en segir hann hafa nauðgað sér og hún hafi ekki komist í burtu. Hún segir að Maradona hafi girt niðrum sig og nauðgað sér. Málið fór aldrei fyrir dómstóla.

David De Gea

Markvörður Manchester United var sakaður um að hafa tekið þátt í kynferðislegu ofbeldi, atvikið átti að hafa átt sér stað árið 2012 en málið kom fyrir dómstóla fjórum árum síðar. De Gea var sagður hafa skipulagt hitting á milli kvenna og leikmanna í U21 árs liði Spánar. Hann var sagður hafa greitt stúlkunum fyrir kynlífið með vinum sínum. De Gea hafnaði alltaf sök en hann átti að hafa borgað stúlkunum fyrir að stunda kynlíf með strákunum fyrir framan nokkra, þær héldu því svo fram að þær hafi verið neyddar til að stunda kynlíf með hvor annari. Málið fór fyrir dómstóla en enginn var dæmdur sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Í gær

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær