fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Skrýtnustu klásúlurnar í samningum leikmanna – Nýtt hús á hverju ári, brynvarinn bíll og matreiðslunámskeið

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 12:37

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar gerðir eru samningar við knattspyrnumenn er oftast rætt um lengd samnings, kaup og kjör en það geta einnig læðst inn undarlegar klásúlur og beiðnir, annað hvort af frumkvæði leikmannsins eða félagsins sem hann er að semja við.

Til að mynda var klásúla í fyrsta samningi Robert Lewandowski hjá Bayern Munchen um að hann mætti ekki gera áhættusama hluti sem gætu orðið til þess að hann myndi meiðast. Meðal þess sem Lewandowski var meinað að gera var að fara á skíði, í fjallaklifur og í svifflug. Lewadowski er mikið fyrir útivist og áhættusækna hluti, því var þetta mikilvægur hluti í samningsgerð forráðamanna þýska félagsins.

Rolf-Christel Guie Mien gekk til liðs við Frankfurt frá Karlsruher árið 1999. Meðal þess sem leikmaðurinn vildi hafa í samningi sínum var klásúla um að Frankfurt myndi greiða fyrir matreiðslunámskeið einkonu hans.

Japanski leikmaðurinn Keisuke Honda gekk í raðir Botafogo árið 2020. Það þýddi að hann þyrfti að flytja til brasilísku borgarinnar Rio De Janeiro sem er þekkt fyrir vera staður mikillar glæpastarfsemi. Honda krafðist þess að fá brynvarinn bíl til afnota ef hann myndi ganga til liðs við Botafogo og það fékk hann.

Þegar að Giuseppe Reina, gekk til liðs við Arminia Bielefeld árið 1996 krafðist hann þess að félagið myndi byggja fyrir hann hús fyrir hvert ár sem hann væri hjá félaginu. Hins vegar láðist honum að hafa með í samningnum hversu stórt húsið ætti að vera og því fékk hann einungis hús gerð úr Lego-kubbum næstu þrjú árin frá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Í gær

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær