Cristiano Ronaldo og unnusta hans Georgina Rodriguez hafa séð til þess að sjö ára drengur í Portúgal getur farið í krabbameinsmeðferð. Tomas er sjö ára strákur í Portúgal en hann glímir við sjaldgæfa tegund af þessum skæða sjúkdómi. Tomas hefur háð þessa baráttu um nokkurt skeið en staða hans versnaði í október, þá bað fjölskyldan um hjálp.
Tomas er með það sem kallast „Neuroblastoma“ krabbamein en það myndast út frá óþroskuðum taugafrumum og er yfirleitt í kringum nýrun.
Þegar fjölskyldan bað um hjálp vakti það mikla athygli í Portúgal, heimalandi Ronaldo. Hann ákvað að rétta fram hjálparhönd og tryggja næga fjármuni svo að drengurinn fái bestu mögulegu læknisaðstoð.
„Takk Georgine og Cristiano fyrir ykkar hjálpar, þið eruð með hjarta úr gulli. Takk fyrir að sjá til þess að Tomas geti farið í meðferð,“ skrifar fjölskyldan á Instagram síðu sína.
Ronaldo sem hefur um langt skeið verið einn besti íþróttamaður í heimi er afar duglegur að rétta fram hjálparhönd til þeirra sem minna mega sín.