Paul Pogba verður frá í nokkrar vikur eftir að hafa meiðst í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United í samtali við MUTV.
Pogba mun að minnsta kosti missa af leikjum United gegn West Ham í enska bikarnum og báðum leikjum liðsins gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni.
„Þetta eru meiðsli sem hann mun þurfa að taka sér nokkrar vikur í að vera góður af. Hann er byrjaður í endurhæfingu og vinnur náið með læknateymi okkar og við fáum hann aftur á völlinn eins fljótt og við getum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.
Pogba hefur spilað 28 leiki með Manchester United á tímabilinu, skorað þrjú mörk og gefið eina stoðsendingu.