Manchester City hefur áhuga á að fá belgíska framherjann Romelu Lukaku til liðs við sig frá Inter Milan í sumar.
Framlína Manchester City hefur verið þunnskipuð á þessu tímabili en Gabriel Jesus og Sergio Kun Aguero hafa báðir misst af leikjum vegna meiðsla. Forráðamenn Manchester City telja Lukaku vera raunhæfan kost til að auka breiddina í framlínu liðsins.
Þá eru einnig líkur á því að Aguero muni yfirgefa herbúðir Manchester City í sumar en samningurinn hans við liðið er að renna út. Paris Saint-Germain er meðal þeirra liða sem vilja fá Aguero til liðs við sig.
Romelu Lukaku, þekkir ensku úrvalsdeildina vel hann hefur spilaði í deildinni með liðum á borð við Chelsea, Everton og nú síðast Manchester United þar sem hann spilaði 96 leiki með liðinu, skoraði 42 mörk og gaf 13 stoðsendingar.
Þá hefur Lukaku verið öflugur á tímabilinu með Inter Milan á Ítalíu. Hann er búinn að spila 27 leiki fyrir liðið og skora 20 mörk.