Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports telur að Liverpool þurfi að kaupa þrjá leikmenn í sumar. Englandsmeistarar Liverpool hafa ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili. Liðið tapaði fyrir Manchester City 4-1 í gær og vonir liðsins um að verja titil sinn eru farnar að dvína.
Liverpool var nánast óstöðvandi á síðustu leiktíð sem varð til þess að liðið hampaði sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í rúm þrjátíu ár. Hins vegar er liðinu að ganga verr á þessu tímabili og kristallast það í stigasöfnun liðsins. Á sama tímapunkti í fyrra var Liverpool með 67 stig eftir 23 leiki, 40 stig eftir 23 leiki, 27 stigum færra.
„Þetta lið hefur gert vel og búið til ótrúleg augnablik fyrir þetta félag. Mér finnst því erfitt að gagnrýna þá,“ sagði Carragher á Sky Sports í kvöld.
„Þeir hafa ekki stoppað í þrjú ár, þess vegna tel ég að Liverpool þurfi hjálp.“
Hann segir að Jurgen Klopp þurfi að kaupa þrjá leikmenn. „Það þarf að kaupa miðvörð, mann til að fylla skarð Georgino Wijnaldum og svo þarf einn til að koma inn í sóknarlínuna.“
Carragher hefur gagnrýnt Bobby Firmino og líklega vill hann fá inn sóknarmann til að aðstoða Mo Salah og Sadio Mane.