Leeds United tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Elland Road vellinum í Leeds. Nýliðar Leeds hafa vakið athygli á þessu tímabili fyrir vaska framgöngu.
Liðið tapaði í síðustu viku á heimavelli fyrir Everton en náði vopnum sínum í kvöld og vann góðan sigur. Jack Harrison kom liðinu yfir snemma leiks eftir sendingu frá Stuart Dallas.
Gestirnir reyndu sitt besta en áttu fá svör við öflugum leik Leeds þar sem Raphinna var frábær á miðsvæði Leeds.
Markaskorarinn knái, Patrick Bamford tryggði svo sigur Leeds í síðari hálfleik með fínu marki. Sigurinn kemur Leeds upp í tíunda sæti deildarinnar og fer liðið upp fyrir Arsenal á töflunni.