fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Íslenskar fótboltabullur þurfa að rífa fram 150 þúsund krónur til að fylgjast með

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuáhugafólk þarf innan tíðar að vera með áskrift að þremur stöðvum til að fylgjast með öllu því helsta. Viaplay hefur gert sig gildandi á þessum markaði síðustu vikur og hefur tryggt sér landsleiki Íslands og helminginn af Meistaradeild Evrópu.

Þegar fram líða stundir þarf knattspyrnuáhugafólk á Íslandi að reiða fram rúmar 150 þúsund krónur á ári til að fylgjast á löglegan hátt með öllum stærstu og bestu knattspyrnudeildum í heimi. Um langt skeið var Stöð 2 Sport með réttinn á öllu þessu helsta sem íslenskt knattspyrnuáhugafólk vill horfa á, í dag er öldin önnur. Síminn kom sér inn á markaðinn fyrir einu og hálfu ári með því að tryggja sér sýningarréttinn á enska boltanum sem hafði lengi vel tilheyrt Stöð 2 Sport. Síðan þá hefur Viaplay gert sig gildandi á markaðnum og tekur mikið til sín. Þetta verður til þess að knattspyrnuáhugafólk þarf innan tíðar að vera með þrjár áskriftir til að fylgjast með öllu.

Nýr risi
Segja má að Viaplay hafi orðið að nýjum risa á íslenskum íþróttamarkaði á síðustu vikum. Á næstu leiktíð verður það í fyrsta sinn á Íslandi sem tveir aðilar deila réttinum á keppni á Íslandi. Viaplay og Stöð 2 Sport munu þá sýna Meistaradeildina til skiptis, þannig þarf fólk að hafa áskrift að báðum stöðvum til að fylgjast með öllum leikjum. Stöð 2 Sport hefur verið með réttinn og sýnt Meistaradeildina á Stöð 2 Sport í áraraðir. Þegar íslenska landsliðið hefur leik í Þjóðadeildinni 2022 og í undankeppni EM 2024 geta íslenskir áhorfendur fylgst með því sem gerist á streymisveitunni Viaplay. Auk íslenska landsliðsins verður Viaplay heimili allra annarra landsleikja í Evrópu frá 2022 til 2028. Þá á Viaplay, auk landsleikja á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, íslenska sýningarréttinn á Meistaradeild Evrópu ásamt Stöð 2 Sport. Þá er fyrirtækið einnig komið með réttinn á Evrópudeildinni, UEFA Conference League og þýsku, dönsku, skosku, þýsku og hollensku úrvalsdeildunum, úrvalsdeild kvenna í Frakklandi, frönsku bikarkeppninni, Þjóðadeild CONCACAF, Suður-Ameríkukeppninni 2021 og undankeppni Afríku fyrir Heimsmeistaramótið 2022.

ÁSKRIFTIR
VIAPLAY TOTAL
FRÁ 1.599 KR. Á MÁNUÐI
STÖÐ2 SPORT
7.990 KR. Á MÁNUÐI
SÍMINN SPORT
3.500 KR. Á MÁNUÐI

SAMTALS
13.089 KR. Á MÁNUÐ

GettyImages

Enski er gullið
Síminn tryggði sér réttinn á enska boltanum fyrir einu og hálfu ári og fer rétturinn á þessari gullnámu íþróttanna aftur í sölu á næsta ári. Þegar Síminn tryggði sér réttinn kom fram að fyrirtækið hefði greitt 1,1 milljarð fyrir þriggja ára rétt á ensku úrvalsdeildinni. Heimildarmaður DV á von á því að baráttan um sýningarréttinn á enska boltanum verði enn harðari en áður þegar rétturinn verði seldur á nýjan leik, þannig býst heimildarmaðurinn sem þekkir markaðinn vel við að Stöð 2 Sport mun setja öll egg sín í þá körfu að tryggja sér aftur réttinn á ensku úrvalsdeildinni. Þá er talið að Viaplay muni reyna að tryggja sér réttinn hér á landi. Hann segir að Síminn hafi mikinn áhuga á að halda í enska boltann, áskrifendum hafi fjölgað mikið og fyrirtækið orðið meira áberandi í íslensku samfélagi eftir að enski boltinn fór í Ármúlann. Síminn hefur notið góðs af áhorfendabanni á Englandi og fengið að sýna alla leiki í beinni útsendingu frá síðasta sumri, áskrifendur hafa fengið mikið fyrir peninginn. Með enska boltanum hefur Síminn fengið enn fleiri áskrifendur en áður inn í Premium-pakka sinn, þar sem meira er í boði en enski boltinn. Knattspyrnuáhugafólk horfir mest til enska boltans þegar kemur að því kaupa áskriftir, þetta viti þeir sem starfa á markaðnum og því er samkeppnin um útboðið hörð.

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Íslenski boltinn til sölu
Rétturinn á efstu deildum karla og kvenna á Íslandi gæti tekið breytingum á næsta ári, ÍTF, sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum á Íslandi, muni í fyrsta sinn selja réttinn. Stöð 2 Sport hefur haft réttinn á sínum snærum síðustu ár og enginn annar hefur komið að þeim málum, ÍTF skoðar nú alla þá kosti sem í boði eru til að hámarka virði íslenska fótboltans fyrir félögin í landinu. „Þetta er síðasta árið á núverandi samningi, eins og við horfum í þetta þá langar okkur að brjóta þennan rétt aðeins upp. Setja hann í nokkra pakka,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, um stöðu mála.

Sýn sem á Stöð 2 Sport hefur haft réttinn á öllu síðustu ár og því vilja forráðamenn ÍTF breyta. „Síðasti samningur sem var gerður við þá 365 miðla var frábær samningur. Hann var seldur í einum pakka, þeir áttu nafnaréttinn á deildinni, sýningarréttinn, veðmálaréttinn og sáu um allan pakkann. Það er ein leið en við viljum brjóta þetta aðeins upp. Við erum búnir að vera í mikilli vinnu,“ segir Birgir og bendir á að enska úrvalsdeildin og UEFA sjái um allar útsendingar á leikjum sínum
en selji svo réttinn á útsendingunni.

Birgir segir að ÍTF hafi fundað með innlendum og erlendum aðilum um stöðu mála. Ekki er útilokað að íslenska deildin fari sömu leið og er gert víða. Tveir aðilar deili sýningarréttinum á Pepsi Max-deildunum. „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessari vöru sem við erum að selja. Við stefnum á að reyna að klára þessi mál fljótlega,“ segir Birgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Í gær

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær