„Það sem við viljum ekki heyra eru afsakanir frá Liverpool, það hefur verið mikið um það undanfarið,“ sagði Roy Keane sérfræðingur Sky Sports um stöðu Liverpool í gær.
Keane telur að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool grípi of oft í ódýrar afsakanir þegar illa gengur. Klopp hefur á þessu tímabili talað mikið um álag á leikmönnum sínum og fleira í þeim dúr.
Liverpool tapaði 1-4 gegn Manchester City á heimavelli í gær þar sem markvörðurinn, Alisson Becker gerði sig sekan um slæm mistök. „Það er enginn útskýring, honum var kannski kalt á löppunum,“ sagði Klopp eftir leik.
Eftir ummæli Keane hafa ensk blöð skoðað málið og grafið upp þær afsakanir sem Klopp hefur komið með síðustu ár, hann talar mikið um vind, aðeins um veðrið og fleira til.
Hér að neðan eru helstu afsakanir Klopp sem vakið hafa athygli.
Vindurinn: