Harry Redknapp hefur samþykkt að aðstoða Jonathan Woodgate hjá Bournemouth. Woodgate tók við sem bráðabirgðastjóri Bournmouth á dögunum eftir að félagið sleit samstarfi sínu við Jason Tindall, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins.
Redknapp og Woodgate þekkjast vel en þeir hafa áður starfað saman hjá Tottenham.
„Woodgate spilaði undir minni stjórn hjá Tottenham og hann er frábær strákur. Hann bað mig um að hjálpa sér, þannig ég mun mæta á æfingasvæðið, fylgjast með leikmönnum æfa og hjálpa til,“ sagði Redknapp um það hvernig hann ætlar að hjálpa Woodgate.
Bournemouth er sem stendur í 6. sæti ensku B-deildarinnar með 45 stig eftir 28 leiki.