Liverpool tók á móti Manchester City í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Manchester City en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool. Manchester City fékk vítaspyrnu á 37. mínútu. Ilkay Gundogan tók spyrnuna en brást bogalistin er hann spyrnti boltanum yfir markið.
Gundogan átti þó eftir að bæta upp fyrir mistök sín því að á 49. mínútu kom hann Manchester City yfir.
Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool með marki úr vítaspyrnu á 63. mínútu en eftir það settu leikmenn Manchester City í fluggír.
le problème c'est que dias attrape le bras de salah pic.twitter.com/PpoLbTXPpU
— 🤡 رفيق (@Rafik_77350) February 7, 2021
Ilkay Gundogan skoraði sitt annað mark í leiknum er hann kom Manchester City í stöðuna 2-1 eftir stoðsendingu frá Phil Foden. Þremur mínútum síðar skoraði Raheem Sterling þriðja mark City eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva og Phil Foden innsiglaði síðan 4-1 sigur City.
Vítaspyrnan sem Salah fékk hefur verið til umræðu, hann þótti fara helst til of auðveldlega niður í viðskiptum sínum við Ruben Dias. Dias kom við framherjann öfluga en margir saka hann leikaraskap.
Búið er að taka saman helstu „dýfur“ Salah í gegnum tíðina og þær má sjá hér að neðan. Dæmi hver fyrir sig.
Here's a comp of Career ending Challenges on Mo Salah pic.twitter.com/sAlIz32RzJ
— Michael ²⁰ (@TheImmortalCTZN) February 8, 2021