Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, náði í dag þeim merka áfanga að skora sitt 500. mark á ferlinum. Zlatan skoraði fyrir AC Milan gegn Crotone í ítölsku úrvalsdeildinni í dag í tvígang og fyrra markið kom honum í 500 marka klúbbinn
Það tók þennan magnaða framherja 825 leiki að skora 500 mörk og hann er nú aðeins einn af þremur leikmönnum sem eru ennþá spilandi sem hafa skorað 500 mörk. Hinir tveir eru Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
◎ 204 club goals scored before turning 30
◉ 296 club goals scored after turning 30And Zlatan is not done yet. 🦁
— Squawka Football (@Squawka) February 7, 2021
Zlatan hefur á sínum knattspyrnuferli spilað með nokkrum af stærstu liðum Evrópu. Þar ber hæst að nefna Barcelona, Manchester United, Juventus og Paris Saint Germain.
Zlatan Ibrahimovic has now scored 500 career club goals 🤯
Posted by Goal on Sunday, February 7, 2021