Wolves tók á móti Leicester City í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en leikið var á Molineux, heimavelli Wolves.
Leicester nær þar með ekki að jafna stigafjölda Manchester United í þessari umferð. Liðið situr í 3. sæti deildarinnar með 43 stig.
Wolves situr í 14. sæti með 27 stig.
Wolves 0 – 0 Leicester City