Sverrir Ingi Ingason, var í byrjunarliði PAOK og skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli Appolon Smirnis í grísku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var á Stadio Toumbas, heimavelli PAOK.
PAOK komst yfir í leiknum með marki frá Amr Warda á 29. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.
Á 52. mínútu jafnaði Savvas Tsambouris, metin fyrir Apollon með marki úr vítaspyrnu.
Appolon komst síðan yfir í leiknum með marki á 81. mínútu frá Jose Segovia sem skoraði eftir stoðsendingu frá Andre Calisir.
Þegar allt virtist stefna í óvæntan sigur Apollon, jafnaði Sverrir Ingi Ingason metin fyrir PAOK og tryggði liðinu eitt stig úr leiknum sem endaði með 2-2 jafntefli.
PAOK er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 21 leik.
Ingason 2-2 ! #PAOKAPOL #PAOK #ΠΑΟΚ pic.twitter.com/USvY6q9QtX
— Alain B. (@alainb_) February 7, 2021
PAOK 2 – 2 Appolon Smirnis
1-0 Amr Warda (’29)
1-1 Savvas Tsambouris (’52,víti)
1-2 Jose Segovia (’81)
2-2 Sverrir Ingi Ingason (’88)