Liverpool tók á móti Manchester City í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Manchester City en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool.
Manchester City fékk vítaspyrnu á 37. mínútu. Ilkay Gundogan tók spyrnuna en brást bogalistin er hann spyrnti boltanum yfir markið.
Gundogan átti þó eftir að bæta upp fyrir mistök sín því að á 49. mínútu kom hann Manchester City yfir.
Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool með marki úr vítaspyrnu á 63. mínútu en eftir það settu leikmenn Manchester City í fluggír.
Ilkay Gundogan skoraði sitt annað mark í leiknum er hann kom Manchester City í stöðuna 2-1 eftir stoðsendingu frá Phil Foden.
Þremur mínútum síðar skoraði Raheem Sterling þriðja mark City eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva og Phil Foden innsiglaði síðan 4-1 sigur City.
Sigurinn kemur Manchester City í fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Liðið er með 50 stig og á leik til góða á liðin fyrir neðan sig.
Vonir Liverpool um að verja titil sinn í ensku úrvalsdeildinni eru farnar að dvína. Liðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 40 stig.
Liverpool 1 – 4 Manchester City
0-1 Ilkay Gundogan (’49)
1-1 Mohamed Salah (’63)
1-2 Ilkay Gundogan (’73)
1-3 Raheem Sterling (’76)
1-4 Phil Foden (’83)