Fátt virðist geta stöðvað Manchester City um þessar mundir. Liðið vann í dag 4-1 sigur á Liverpool á Anfield og er í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 5 stiga forskot og á leik til góða á liðin fyrir neðan sig.
Síðasti tapleikur Manchester City kom gegn Tottenham þann 21. nóvember 2020 og liðið tapaði síðast stigum þann 15. desember síðastliðin í 1-1 jafntefli gegn West Brom.
Síðan þá hafa lærisveinar Pep Guardiola unnið 14 leiki í röð í öllum keppnum og jafna þar með met félags í ensku úrvalsdeildinni yfir flesta sigurleiki í röð í öllum keppnum.
Í þessum fjórtán sigurleikjum hefur Manchester City skorað 37 mörk, fengið á sig 4 mörk og haldið marki sínu hreinu í tíu skipti.
WWWWWWWWWWWWWW
Goals: 37
Conceded: 4
Clean sheets: 10Man City equal the English top-flight record for most consecutive wins across all competitions. 🙌 pic.twitter.com/1ELCLvvoBx
— Squawka Football (@Squawka) February 7, 2021