Sheffield United tók á móti Chelsea í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Chelsea en leikið var á Bramall Lane, heimavelli Sheffield.
Mason Mount kom Chelsea yfir í leiknum með marki á 43. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner.
Þannig stóðu leikar þar til á 54. mínútu þegar Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Fjórum mínútum síðar komst Chelsea hins vegar aftur yfir. Jorginho skoraði annað mark liðsins úr vítaspyrnu.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Chelsea er í 5. sæti deildarinnar með 39 stig, Sheffield United er í 20. sæti með 11 stig.
Sheffield United 1 – 2 Chelsea
0-1 Mason Mount (’43)
1-1 Antonio Rudiger (’54, sjálfsmark)
1-2 Jorginho (’58, víti)