Everton tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United heldur til á Lowry Hotel fyrir leikinn og dvölin hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig.
Fyrr í dag var slökkvilið kallað að hótelinu eftir að brunaviðvörunarkerfi fór í gang stuttu eftir að leikmenn og starfslið Manchester United komu á hótelið í kringum hádegi í dag.
Ekki var eldur á hótelinu en kerfið fór af stað út frá aðstæðum sem mynduðust í eldhúsi hótelsins.
Heimildir Mirror herma að viðbragð slökkviliðsins á svæðinu hafi verið mjög gott að aðeins nokkrar mínútur hafi liðið frá því að kerfið fór í gang þar til að slökkvilið var mætt á svæðið.