Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, hefur reimað á sig markaskóna fyrir leik liðsins gegn Brighton í dag því hann er búinn að skora fyrir liðið.
Brighton komst yfir í leiknum á 36. mínútu en á 53. mínútu jafnaði Jóhann Berg leikinn fyrir Burnley með sínu fyrsta marki á tímabilinu.
Rúmar 60 mínútur eru liðnar af leiknum þegar þessi frétt er skrifuð og er staðan 1-1.
Jói Berg á skotskónum!@Gudmundsson7 skorar sitt fyrsta deildarmark síðan í fyrstu umferðinni á síðustu leiktíð og það með fallegu skoti. pic.twitter.com/lOsN3jDDsx
— Síminn (@siminn) February 6, 2021