fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Ronaldo fagnaði 36 ára afmæli sínu og gaf stuðningsmönnum sínum loforð um framtíð sína

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 13:22

Cristiano Ronaldo (Juventus) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, varð í gær 36 ára gamall.  Það er aldur þar sem flestir leikmenn væru farnir að gefa eftir en Ronaldo heldur sér góðum og spilar enn þá á hæsta gæðastigi og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar.

Ronaldo fagnaði stóra deginum með fjölskyldu sinni og birti hjartnæm skilaboð til stuðningsmanna sinna þar sem hann leit yfir farinn veg.

„36 ára gamall, ótrúlegt! Mér finnst eins og það hafi gerst í gær að ég hóf knattspyrnuferil minn en þetta ferðalag hefur verið fullt af ævintýrum og minnisstæðum stundum. Fyrsti boltinn minn, fyrsta liðið mitt, fyrsta markið mitt… Tíminn flýgur áfram,“ skrifaði Ronaldo í innleggi sem birtist á samfélagsmiðlinum Instagram.

Ronaldo hefur á sínum ferli spilað með Sporting, Manchester United, Real Madrid og Juventus. Hvar sem hann hefur spilað hefur hann notið mikillar velgengni.

„Ég hef gefið allt í þetta, aldrei haldið aftur af mér og alltaf reynt að skila inn bestu mögulegu útgáfunni af sjálfum mér. Í staðinn fékk ég frá ykkur ást og aðdáun, nærveru ykkar og skilyrðislausan stuðning. Fyrir það get ég ekki þakkað ykkur nægilega mikið, ég hefði ekki getað afrekað þetta allt án ykkar,“ skrifaði Ronaldo.

Hann gaf síðan stuðningsmönnum sínum loforð.

„Nú þegar að ég fagna 36 ára afmæli mínu og tuttugasta ári mínu sem atvinnumaður í knattspyrnu, þykir mér það leitt að geta ekki lofað ykkur tuttugu árum í viðbót af þessu. Það sem ég get lofað ykkur er að svo lengi sem ég spila munu þið alltaf fá 100% framlag frá mér,“ skrifaði Cristiano Ronaldo til stuðningsmanna sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Í gær

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær